Tilkynna athugunarefni

Tilkynna athugunarefni

Upplýsingar um það hvernig tilkynna má um móðgandi niðurstöður, áhyggjur af hugverkarétti eða aðrar áhyggjur af efni vefsvæðisins.

Ef tilteknar vefslóðir eða aðrar upplýsingar sem finna má í leitarniðurstöðum vekja áhyggjur með þér er þér heimilt að senda Bing tilkynningu um það. Tilkynning um athugunarefni leiðir ekki sjálfkrafa til þess að viðkomandi vefslóð verði fjarlægð úr leitarniðurstöðum. Bing fjarlægir aðeins leitarniðurstöður vegna þröngt skilgreindra kringumstæðna og skilyrða til að komast hjá því að takmarka aðgang notenda að viðeigandi upplýsingum.

Efni sem tengist kynferðislegri misnotkun á börnum eða móðgandi leitarniðurstöðurexpando image

Ef þú vilt tilkynna um leitarniðurstöður sem þú telur að bendi til þess að barni sé stofnað í hættu eða barn misnotað, eða efni sem inniheldur klámfengið efni þér að óvörum, skaltu nota þetta eyðublað: Tilkynna um efni sem er ólöglegt eða móðgandi

Athugaðu að þú getur einnig komið í veg fyrir að þú sjáir klámfengið efni í leitarniðurstöðum með því að breyta stillingum þínum fyrir SafeSearch. Frekari upplýsingar er að finna í Útiloka efni sem er bannað börnum með öruggri leit.

Tilkynna brot á höfundarrétti á Bing eða í Bing-auglýsingumexpando image

Ef þú vilt gera athugasemdir varðandi hugverkaréttindi í tengslum við efni á vefsvæði sem Bing vísar á eða efni í Bing-auglýsingu skaltu kynna þér tilkynningasíðu okkar vegna brota á reglum

Beiðni um að leitarniðurstöður verði fjarlægðar í samræmi við rétt innan ESB til að falla í gleymskuexpando image

Ef þú ert með búsetu í einhverju Evrópuríkjanna og vilt leggja fram beiðni um að Microsoft loki á leitarniðurstöður í Bing við leit eftir nafninu þínu skaltu nota þetta eyðublað: Beiðni um lokun á leitarniðurstöður Bing í Evrópu

Beiðni um að leitarniðurstöður verði fjarlægðar í samræmi við rússnesk lög um gagnaverndexpando image

Ef þú ert með búsetu í Rússlandi og vilt leggja fram beiðni um að Microsoft loki á leitarniðurstöður í Bing við leit eftir nafninu þínu skaltu nota þetta eyðublað: Beiðni um lokun á leitarniðurstöður Bing í Rússlandi

Beiðni um að viðkvæmar persónugreinanlegar upplýsingar verði fjarlægðar úr leitarniðurstöðumexpando image

Ef þú finnur leitarniðurstöður sem innihalda viðkvæmar persónugreinanlegar upplýsingar (t.d. netfang, aðgangsorð, auðkennisnúmer, greiðslukortanúmer) skaltu nota þetta eyðublað: Tilkynna efni sem vekur áhyggjur

Tilkynna nektarmyndefni án samþykkis (hrelliklám)expando image

Ef þú vilt tilkynna um óheimila birtingu ljósmynda eða myndbanda sem innihalda persónulegt efni skaltu nota þetta eyðublað: Tilkynna efni til Microsoft.

Tilkynna um rofna tengla eða úreltar skyndiminnissíðurexpando image

Ef vefsvæðið hefur fjarlægt efnið en það birtist samt sem áður á Bing geturðu fjarlægt rofna tengla eða efni í skyndiminni úr leitarniðurstöðum með verkfæri Bing til að fjarlægja efni.

Tilkynna aðrar áhyggjur varðandi efni til Bingexpando image

Ef þú vilt tilkynna um óvæntar eða ónákvæmar leitarniðurstöður, síður sem innihalda spilliforrit eða ef þú hefur aðrar áhyggjur sem ekki eru sérstaklega tilgreindar hér skaltu nota þetta eyðublað: Tilkynna efni sem vekur áhyggjur

Athugasemd

Bing stjórnar ekki efni sem birtist á vefsvæðum eða birtist í leitarniðurstöðum Bing. Til að tryggja að efni sé fjarlægt úr leitarniðurstöðum er best að þú hafir samband við vefstjóra vefsvæðisins þar sem efnið birtist og farir fram á að því verði eytt eða það fjarlægt. Jafnvel þótt Bing fjarlægi vefslóðina úr leitarniðurstöðunum verður efnið áfram sýnilegt þar til vefstjórinn fjarlægir það af vefsvæðinu og aðrir geta séð það með því að fara á vefsvæðið.

See more videos...