Að leita með Bing fyrir fyrirtæki

Að leita með Bing fyrir fyrirtæki

Finndu vefsvæði og verkfæri, fólk og skrár þegar þú leitar með Bing fyrir fyrirtæki.

Ef þú hefur þegar skráð þig inn í eitthvert Office 365-forrit verðurðu sjálfkrafa skráð(ur) inn í Bing fyrir fyrirtæki þegar þú ferð á Bing.com. Með Bing fyrir fyrirtæki geturðu fundið bókamerki í innri svæði og verkfæri, upplýsingar um samstarfsfólk og annað fólk innan stofnunarinnar/fyrirtækisins og skrár sem geymdar eru í SharePoint stofnunarinnar/fyrirtækisins og OneDrive for Business.

Leita að svæðum og verkfærumexpando image

Valdir stjórnendur og ritstjórar hjá stofnuninni/fyrirtækinu búa til og birta bókamerki í svæði, verkfæri og önnur tilföng. Bókamerkjaniðurstöðum fylgir stutt lýsing á svæðinu eða tilfanginu ásamt tengli í það. Stofnanir/fyrirtæki búa oft til bókamerki fyrir þessar leitir: fríðindi, mannauður, ferðir, tækniþjónusta, bóka frí. En þar sem stofnunin/fyrirtækið hefur umsjón með þessum bókamerkjum kunna þau að vera mismunandi og þessi leitardæmi skila hugsanlega engum niðurstöðum.

 1. Opnaðu Bing.com og skráðu þig inn með vinnu- eða skólareikningnum þínum ef þörf er á.
 2. Sláðu leitarorð inn í leitargluggann.
 3. Bókamerkjaniðurstaða frá Bing fyrir fyrirtæki birtist efst á niðurstöðusíðunni eða efst í hægri dálkinum. Aðrar vefniðurstöður birtast undir henni. Þessar niðurstöður eru ekki sértækar fyrir stofnunina/fyrirtækið þitt heldur eru þetta opinberar niðurstöður.
Leita að fólkiexpando image

Niðurstöður fyrir fólk veita upplýsingar um einstakling innan stofnunarinnar/fyrirtækisins, þ.m.t. nafn viðkomandi, netfang, titil eða starfsheiti og skrifstofu. Einnig er hægt að:

 • hringja eða senda viðkomandi tölvupóst eða skilaboð gegnum tiltæka tengla
 • sjá skrár sem viðkomandi hefur deilt með þér nýlega
 • sjá skipurit viðkomandi og hópa í Outlook sem þeir eru í

Upplýsingarnar sem þú sérð geta verið aðrar en hér er lýst. Stjórnendur í fyrirtækinu ákvarða hvaða efni birtist í niðurstöðum frá Bing fyrir fyrirtæki.

 1. Opnaðu Bing.com og skráðu þig inn með vinnu- eða skólareikningnum þínum ef þörf er á.
 2. Sláðu inn nafn þess sem þú vilt finna í leitargluggann.

  Þú færð bestu niðurstöðuna með því að hafa bæði fornafn og eftirnafn með, en ef þú veist aðeins hluta nafnsins sýnir Bing fyrir fyrirtæki þér þá niðurstöðu sem samsvarar leit þinni best, og býður þér að sjá fleiri niðurstöður ef það er hægt.

 3. Niðurstaða fyrir fólk frá Bing fyrir fyrirtæki birtist efst á niðurstöðusíðunni eða efst í hægri dálkinum. Aðrar vefniðurstöður birtast undir henni. Þessar niðurstöður eru ekki sértækar fyrir stofnunina/fyrirtækið þitt heldur eru þetta opinberar niðurstöður.

  Í einhverjum tilvikum, til dæmis þegar nafn er mjög algengt í vefleit, birtist niðurstaða fyrir fólk hugsanlega ekki sjálfkrafa. Veldu Fólk í valmyndinni Niðurstöður fyrir fyrirtæki efst til hægri á síðunni til að sjá hana.

Leita að skrámexpando image

Niðurstöður fyrir skrár innihalda skráarheiti og staðsetningu og kunna einnig að innhalda stuttan bút úr innihaldi skráarinnar ásamt upplýsingum um hver breytti henni síðast og hvenær. Þú getur fundið skrár sem eru geymdar í SharePoint og OneDrive for Business. Meðal studdra skráargerða eru:

 • Word -skjöl
 • Excel -töflureiknar
 • PowerPoint -kynningar
 • Visio -skrár
 • PDF-skjöl
 • OneNote -glósubækur

Niðurstöður fyrir skrár eru flokkaðar eftir gerð:

 • Eigin: skrár sem þú hefur búið til, breytt eða skoðað nýlega og passa við leitina
 • Allar niðurstöður: allar skrár sem passa við leitina úr SharePoint og OneDrive for Business stofnunarinnar/fyrirtækisins sem þú hefur heimild til að skoða
 1. Opnaðu Bing.com og skráðu þig inn með vinnu- eða skólareikningnum þínum ef þörf er á.
 2. Sláðu inn „skjöl um“ í leitargluggann og viðeigandi leitarorð.

  Ef þú slærð til dæmis „skjöl um skattkóða“ inn í leitargluggann færðu öll skjöl sem hefur verið deilt með þér og tengjast skattkóðum.

 3. Einnig er hægt að sjá niðurstöður fyrir skrár með því að slá inn viðeigandi leitarorð og velja Skrár í valmyndinni Niðurstöður fyrir fyrirtæki efst til hægri á síðunni.
 4. Niðurstaða fyrir skrár frá Bing fyrir fyrirtæki birtist efst á niðurstöðusíðunni. Aðrar vefniðurstöður birtast undir henni. Þessar niðurstöður eru ekki sértækar fyrir stofnunina/fyrirtækið þitt heldur eru þetta opinberar niðurstöður.
Athugasemd

Þegar þú ert skráð(ur) inn í Bing fyrir fyrirtæki hegða sumir eiginleikar, eins og Bing-áhugamál og Microsoft Rewards, sér hugsanlega öðruvísi.

Tengd umfjöllunarefni

Skrá inn á Bing fyrir fyrirtæki
Hvernig Bing fyrir fyrirtæki tryggir öryggi upplýsinganna þinna
Að senda athugasemd um Bing fyrir fyrirtæki

See more videos...